Jarðaberjamjólk

by soffiagudrun

Eitt af því sem hefur dottið út af innkaupalistanum hjá mér er kókómjólk.  En það er ekki þar með sagt að ég ætli að hætta að drekka kókómjólk, ég ætla bara að búa hana til sjálf.

Þegar ég var að googla “homemade chockolate milk” þá datt ég niður á jarðaberjasýróp til að gera jarðaberjamjólk.

Þar sem ég átti jarðaber í frysti og uppskriftin einföld réðst ég í verkið.  Og hún sló í gegn.

Það er svo hægt að nota sýrópið í fleira en mjólk, og um að gera að nota jarðaberin sem eru sigtuð frá t.d ofan á ís, pönnukökur eða skyr eða það sem ykkur dettur í hug.  Þau eru bara sælgæti.

jarðaber

Jarðaberjasíróp

  • 1 bolli (2.4 dl) frosin jarðaber
  • 1/2 bolli sykur
  • 1/2 bolli vatn
  • 1/4 tsk vanilla (má sleppa)

Sjóðið allt ofantalið í potti í 10 mínútur.

Sigtið jarðaberin frá.

Hellið sírópinu í lokað ílát ef þið viljið geyma það inn í ísskáp

jarðaberjamjólk

Jarðaberjamjólk

  • Jarðaberjasíróp
  • Mjólk

Það fer eftir smekk hversu sæta og bragðmikla þið viljið hafa mjólkina. Prófið ykkur áfram.  Í eitt lítið glas notaði ég um 2-3 msk af sírópinu.