Pho

by soffiagudrun

Þessi stórskemmtilega súpa er ættuð frá Vietnam og kallast Pho.  Ef ykkur vantar hugmynd fyrir næsta matarboð þá mæli ég alveg með þessari súpu.

Pho er núðlusúpa, gerð úr uxahalasoði.  Þunnt skorið kjötið er svo sett út í súpuna þegar hún er komin á borðið og eldast þar í heitu soðinu.

Ef þið viljið vita meir um Pho þá er hægt að lesa ítarlega um þessa súpu á wikipedia.

Lykilatriðið er að vera með ferskt kóriander, hrísgrjónanúðlur og gott nautakjöt.

pho

pho

Ég byrjaði á soðinu:

 • 1 uxahali
 • 4 anis stjörnur
 • 1 kanelstöng
 • 1 msk fennelfræ
 • 6 negulnaglar
 • Nokkur kóríander fræ (1 -2 tsk)

pho

Ég byrjaði á að sjóða uxahala í 4 tíma eða svo ásamt fersku engifer, 4 anis stjörnur 1 kanelstöng, 1 msk fennelfræ, 6 negulnaglar og nokkru kóríanderfræ.  Fleytti af fitu og sigtaði svo soðið.

Þetta er svo meðlætið sem þið hafið á borðinu og látið matargesti um að setja sjálfir meðlætið í sinn súpdisk.

 • 1 poki af hrísgrjónanúðlum
 • Nautakjöt, skorið þunnt.  Ég notaði klumpsteik. sirloin myndi virka vel.
 • 2 lime, skorið í báta
 • 2 chili piprar
 • 2 lúkur af baunaspírum
 • Vorlaukur, skorinn í strimla
 • Ferskt kóríander
 • Scriracha sósa

Sjóðið núðlur Skerið nautið mjög þunnt (svipað og carpacio) Skerið lime í báta Saxið niður kóríander Skerið chili mjög smátt Skerið vorlauk í strimla

Setjið nautakjöt á bakka, ásamt lime bátum, kóríander, baunum og chili.

pho

Hafið Scriracha sósu á borðinu.

pho

Setjið núðlur í skál og hellið heitu soði yfir.  Berið strax fram og bjóðið gestum að setja sitt eigið kjöt og meðlæti í súpuna. Þar sem hráa kjötið eldast í súpunni er mikilvægt að bera hana fram mjög heita.

Advertisements