Manchego ostur

by soffiagudrun

Í Köben uppgötvaði ég ostinn Manchego.  Og snilldin er að dreypa yfir hann fljótandi hunangi eða sýrópi, svona smá slettu, og bera fram með nokkrum ristuðum valhnetukjörnum.

manchego

 • Manchego  ostur
 • Fljótandi hunang, eða sýróp
 • Ristaðir valhnetukjarnar

Þessi ostur fer sérlega vel með medium bodied bjór.

Salat með Manchego og hunangsdressingu.

 • Gott salat, t.d endive og red leaf salat
 • 2-3 epli
 • 300-500 g Manchego ostur
 • 3/4 bolli af  Marcona möndlur, eða e-jar góðar möndlur eða  hnetur

 

Hunangsdressing

 • 2 msk hunang
 • Safi úr einni sítrónu
 • Salt and pipar, eftir smekk
 • 1 msk vatn
 • 3 msk ólífu olía

 

Setjið allt nema ólífuolíu í skál, hrærið vel saman, og bætið svo ólífuolíunni við smám saman á meðan þið hrærið.

Skerið eplin og ostinn í ca  1-2 cm  teninga.  Í skál, blandið saman eplunum, hnetunum og ostinum við dressinguna, blandið  svo salatinu við.

Advertisements