Húsið við sjóinn

Foodwaves

Servéttumenning á Spáni – Tagliatelli Parma

Ekki eru allir staðir komnir í ruslafötumenninguna ennþá…

servettur

Myndin er tekin á staðnum Mueseo de Jamon, Madrid 2008

aspas

 Treo

  • Hráskinka
  • Aspas, ferskur
  • Parmagiano Reggiano
  • Smjör
  • Salt og pipar

Aspasinn blancheraður, og svo steiktur upp úr smjöri.  Hráskinkunni vafið um nokkra aspasa og létt steikt á pönnunni.  Sett á disk og nóg af rifnum parmasen osti yfir.  Salt og pipar eftir smekk.  Hráskinkan er yfirleitt frekar sölt.

Í framreiðslu:  Einnig er hægt að léttsteikja skinkuna sér, og setja hana á disk og svo aspasinn ofan á…um að gera að imprúvæsera.

Svo má fara út í pastarétt með svipuðu þema.

Tagliatelli Parma

  • Tagliatelli
  • Hráskinka
  • Ferskur aspas
  • Tómatar
  • Shallott laukur
  • Parmagiano Reggiano
  • Hvítvín
  • Smjör
  • Salt og pipar

Steikið lauk og hráskinku og aspas upp úr smjöri, bætið svo við niðurskornum tómötum, eða hökkuðum tómötum úr dós. Saltið og piprið.  Látið malla, bætið við hvítvín, malla smá meir.

Blandið við Tagliatelli og nóg af parmagiano reggiano yfir.

Ég er ekki með neinar mælieiningar hér, þetta er ekki svo nojið, dash of this, dash of that… bara smakka til.

Kveðja frá Madrid,  Sxx

Ansjósur og kartöfluflögur….

Hittum á lókal pöbbnum mjög indæla spánverja, spjölluðum vel og lengi, þeir buðu kærastanum upp á drykk.

bar

G&T –  ekki fyrir stelpur

  • Hendrick´s Gin
  • Tónik
  • Klaki
  • Appelsína

Barþjónninn bauð upp á tapas með drykkjunum, þar á meðal Ansjósur…

ansjosur

Ansjósur barþjónsins

  • Ansjósur
  • Kartöfluflögur með edik bragði (eða salti)

Setjið snakkið á lítinn disk og dreyfið ansjósum ofan.