Kabab masala wannabe bollur

by soffiagudrun

Svo ætlaði ég að gera Kabab bollur, en þar sem ég á ekkert nema hníf og gaffal þá gekk ekki sérlega vel að hakka saman kjúklingabaunir og kjúkling og allt hitt.

Þannig að þetta varð kabab mauk á endanum.

garlic

Kabab masala wannabe bollur

  • 100 gr kjúklingabaunir
  • 500 gr kjúklingabringur,eða kjúklingahakk
  • 2 msk ginger paste eða maukað engifer
  • 2 msk hvítlauk paste eða maukaður hvítlaukur gegnum hvítlaukspressu
  • 1 meðalstór laukur
  • 2 eggjahvítur
  • 4 msk ólífuolía
  • salt
  • 2 msk kabab masala eða garam masala eða hvað svo sem er til

Kjúklingafars eða kjúklingabringa hökkuð niður, kjúklingabaunir, saxaður laukur, engifer, hvítlaukur,  kabab masala kryddið (eða garam eða einhver góð indversk kryddblanda) ólífuolía og salt mixað vel saman.  Sett í pott með vatni og soðið. Hellið svo vatninu frá og mixið allt vel saman í blender.  Blandið saman eggjahvítu við mixið.

Búið til Kabab bollur og steikið eða djúpsteikið þær.

Það sem klikkaði hjá mér að ég á ekki neitt sem líkist blender.  Eina græjan sem ég á er borðhnífur og þær voru líka of blautar í sér hjá mér því ég á heldur ekkert sem líkist sigti.

Þannig að ég steikti þetta í bollum sem fóru í klessu og bætti svo  bara við tómötum úr dós og smá Harissa paste.

En þetta var rosalega gott.  Og skemmtilegt að prófa nýjar eldunaraðferðir, og að blanda saman kjúkling og kjúklingabaunum kemur vel út.

madrid

Madrid 2008

Advertisements