Rækjutapas (Verkamannaútgáfan)

by soffiagudrun

Ég eldaði vondan mat.  Sko mér fannst hann alveg allt í lagi en kærastinn var ekki alveg sáttur.  Það var aðallega útaf því að ég gleymdi að rífa kjúklinginn af beinunum áður en ég bar matinn fram, s.s kjúklingurinn var í súpunni með beinum og skinni og fjöðrum …liggur við og eftir á að hyggja þá var þetta mjög ógirnilegt 😛

Minnir mann á það að presentation is everything.

Þessi er flottur og góður:

tapas
Rækjutapas (Verkamannaútgáfan)

  • Tigris rækja
  • Egg
  • Túnfiskur úr dós
  • Majónes

Steikjið rækju upp úr smá smjöri og kælið.  Harðsjóðið eggið.  Takið túnfiskinn úr dósinni og setjið smá af honum á disk.  Skerið eggið til helminga og setjið ofan á túnfiskinn.  Setjið rækjuna ofan á og setjið tannstöngul í gegnum allt.  Slettið svo smá mayjonesi ofan á þetta og jafnvel smá svörtum pipar.

Og útgáfan fyrir ríka og fallega.  (Ég á reyndar eftir að prófa en bara datt hún svona í hug rétt í þessu)

  • Humar
  • Egg
  • Ferskur túnfiskur
  • Aiioli

Steikjið humar upp úr smjöri og smáááá hvítlauk.  Harðsjóðið eggið. Steikið túnfiskinn á pönnu með salti og pipar þar til hann er eldaður RARE.

Ég veit ekki alveg samt með að hafa harðsoðið egg með þessu, kannski frekar spælt svona pínulítið egg.

Er svona að spá, þetta er ekki alveg að gera sig, en humar og túnfiskur, kannski hægt að blanda því skemmtilega saman, jafnvel út í japanskt þema. OOH Soffía.. Þarf aðeins að hugsa þetta betur Shocking

En verkamannaútgáfan var alveg að virka, og ágætis presentation.