Tapas veisla

by soffiagudrun

Án gríns þá er must að smakka þetta kombó!!  Næst þegar þið setjist niður í góðra vina hóp til að fá ykkur í glas setjið þá þetta á borðið.

tapas

  • Baguette, nýtt, mjúkt og gott og skorið í sneiðar
  • Ítalska eða spænska pulsu, helst svolítið bragðmikla eða spicy
  • Brie eða Camembert
  • Rauðlauk, skorinn í þunnar litlar sneiðar
  • Rauð papríka, skorin fremur þunnt og í tvennt eða eitthvað svoleiðis
  • Góð sulta, hvort sem það er hindberja, jarðaberja, sólberja…

Svo er þetta sett krúttlega á bakka, og allir búa til sínar eigin snittur.

Svona geri ég þetta: Ostur settur á brauðið, svo sulta og því næst pulsusneið og að lokum smá rauðlaukur og papríka.

baguette

Ef þetta er hráefni sem ykkur geðjast að, þá bara verðið þið að prófa þetta, nákvæmlega allt þetta á einni baguette sneið.

ÞIÐ VERÐIÐ!