Lime Jalapeño aioli

by soffiagudrun

Þessi er meiriháttar með super nachos eða burrito og færi líka vel með fiski og hrísgrjónum.

Það er líka hægt að búa til sitt eigið aioli í staðin fyrir tilbúið majónes.

Lime Jalapeño aioli

 • Majónes
 • Smá lime safi, eftir smekk
 • nokkrir jalapeño peppers, niðursoðnir.  Líka eftir smekk
 • Salt og pipar
 • Hvítlauksrif ef þið viljið, fínt skorið eða með hvítlaukspressu
 • Kóríander

Setjið  lime safa, jalapeño, salt, pipar og kóríander (og hvítlauk ef hann er notaður) í blender eða maukið með töfrasprota.  Bætið út í  majónes og blandið létt sama.  Líka hægt að nota 50/50 majó og sýrðan eða bara sýrðan.

Einnig er hægt að nota ferskan jalapeño, skerið frá fræin.

Ef þið viljið búa til ykkar eigið Lime Jalapeño aioli þá er þetta uppskriftin:

 • 1 egg
 • 1 eggjarauða
 • 1 bolli Canola olía
 • Smá lime safi úr einni lime, eftir smekk
 • nokkrir jalapeño peppers bitar, niðursoðnir.  Líka eftir smekk
 • Salt og pipar
 • Hvítlauksrif ef þið viljið, fínt skorið eða með hvítlaukspressu
 • Kóríander

Maukið hvítlauksrif og salt í matvinnsluvél, bætið við eggi og extra eggjarauðu.

Blandið vel saman.  Setjið vélina á slow og bætið við olíunni mjög rólega.  Nokkra dropa til að byrja með og svo í mjórri bunu.

Þá fer þetta að taka á sig majónes mynd.  Bætið við lime safa og jalapeño bitum og kóríander.  Saltið og piprið.