Logroño

by soffiagudrun

Ég held ég eldi venjulega máltíð í kvöld þar sem ég er búin að lifa á tapas alla helgina.   Við fengum svona smjörþefinn af Rioja og okkur langar að fara aftur að sumri til.

Við fórum til Logroño, Laguardia og Haro.  Það var ágætis veður í Logroño en skíta skíta kuldi í Haro.  Stemmningin í þessum borgum er örugglega allt önnur í sól og sumri og þegar allar bodegurnar eru opnar.

Fyrsta stoppið okkar á leið til Rioja frá Madrid var á bensínstöð um 150 km frá Madrid.  Við fórum þar inn til að kaupa vatn, en þegar inn var komið blasti við glæsilegur veitingastaður og tapasbar.  Ég stóðst nú ekki mátið og fékk mér rauðvínsglas. Callejo, Crianza 2005.  Þetta var góð byrjun á vel heppnaðri ferð.

Logroño var mesta snilldin.  Nokkrar götur þar með tapasbörum og veitingastöðum hurð við hurð.  Þar hittum við tvo innfædda, kalla á sextugsaldri og þeir voru hressari en ég veit ekki hvað.  Drógu okkur með sér á stað eftir stað og virtust þekkja annan hvern mann þarna.  Það var drukkið og borðað tapas.

logrono

Culinary highlight: Bar sem selur ekkert nema drykki og grillað kjöt á teini, í tapas útgáfu.  Það var óheyrilega gott.

logrono

Cultural highlight:  Eldgamall og tannlaus kall sem sat einmannalega út í horni á einum bar.  Þegar við svo komum inn með nýju gömlu vinum okkar þeim Jose og Victor, og Jose byrjaði að syngja Flamengo þá lifnaði yfir gamla.  Hann stóð upp og byrjaði að syngja með, og nema hvað, gamli söng eins og engill.  Þvílík rödd!  Já og þegar hann tók af sér húfuna átti maður von á að sjá silfurlitaðan koll. En aldeilis ekki, ég trúi ekki að hann liti á sér hárið, ekki alveg metró týpa.

logrono

Ég samviskusamlega byrjaði að skrá niður nöfn og árgang á öllum vínunum sem ég smakkaði, en sú skrif fóru fyrir ofan garð og neðan þegar leið á kvöldin.

Puerta Vieja, Crianza 2003 var nokkuð gott

Alcorta, Tempranillo, Crianza 2003 var gott

Vina Vial, Reserva 1998, Patenina var mjög gott

Banda Oro, Crianza 2004, Pasternina var mjög got