Örverpi – Kjúklingur með karrí og tagliatelli

by soffiagudrun

Alltaf gaman að hugsa aðeins út í orðin sem maður notar, eitt að þeim er örverpi.  En það er lítið egg sem fuglinn verpir síðast.  Fórum í heimsókn í Hvalfjörðin áðan og fengum fullan kassa af eggjum frá bóndanum og eitt örverpi til gamans.  Þetta eru bestu eggin á landinu, eins organic og hugsast getur.

egg

Fékk mjög gott pasta í kvöldmat um daginn.  Svona nýr tónn.  Karrí, sinnep og tagliatelli…

Kjúklingur með karrí og tagliatelli

 • Kjúklingur
 • Kebab krydd (eða einhverskonar karrí eða karrí blanda)
 • Matarolía
 • Kúrbítur
 • Púrra
 • Hvítlaukur
 • Rjómi
 • Sinnep (sætt)
 • Sýróp
 • Salt
 • Pipar
 • Hvítvín
 • Tagliatelli

 

Kjúklingur steiktur upp úr kebabkryddi, salti og pipar.  Bætt við grænmeti og vökva, sjóði, sjóði.  Borið fram með Tagliatelli.

 

Ég og vinur minn reyndum að efnagreina kebab blönduna mína því ég á mikið eftir að sjá eftir henni þegar hún klárast.  Eins og ég hef áður minnst á, þá keypti ég hana á markaði í Úkraínu í boxi sem er algjörlega ómerkt.

En þetta er það sem ég er nokkuð viss um að sé í henni.

 • Túrmerik
 • Gult karrí
 • Cumin (ekki mjög grounded, meira svona heilleg fræ)
 • Mynta, þurrkuð
 • Sítrónupipar
 •  Hvítur pipar

Það er eitthvað meira sem ég er ekki búin að finna út úr. Þarf bara að kaupa mér hin og þessi krydd og gera tilraunir til að líkja eftir henni, það er gaman.