Ætifíflasúpa

by soffiagudrun

Ætifífill er það sem kallast á ensku Jerusalem artichoke og á dönsku er það jordskokker.  Ekki sérlega fallegir en mjög bragðgóðir.

Hef búið til súpu úr þeim sem var rosalega góð.

Ætifíflasúpa

 • 300 g ætifíflar (skornir í bita)
 • 200 g kartöflur (skornar í bita)
 • 2 laukar
 • Ólífuolía
 • Smá smjör
 • 1 dl möndlur
 • 1 1/2 L grænmetiskraftur
 • Smá  rjómi
 • Smá hvítlaukur
 • Salt
 • Pipar

Steikið lauk, kartöflur og ætifífla í olíu. Bætið við grænmetiskrafti og vatni, látið sjóða, bætið við rjóma og smjöri eftir smekk.  Þegar þetta er tilbúið maukið þetta í blender.  Berið fram með smá sýrðum rjóma og möndlum.  (Ég á sjaldnast möndlur og sleppi þeim þá bara)

Svo má breyta þessari uppskrift eins og manni dettur í hug, nota kjúklingakraft, krydda hana til , nota t.d steinselju eða sellerí osfv osfv…

 

Ég á reyndar ekki mynd af ætifíflum, bara rófum….

www.soffia.net