CITRUS SHOYU & TATAKI

by soffiagudrun

Fór á Fiskmarkaðinn með nokkrum vinum eitt hádegið.  Þeir eru með mjög gott sushi, eiginlega besta sushi sem ég hef fengið lengi. Staðurinn sjálfur er mjög kósí, sérstaklega niðri í kjallaranum. Þjónustan var fín, þannig að þessi staður fær 5 M hjá mér, fullt hús stiga.

Ég rakst á skemmtilega uppskrift í bók hjá vini.  Þar sem ég er mikil áhugamanneskja um nautakjöt þá fannst mér þessi uppskrift mjög spennandi.  Fann hana í japanskri matreiðslubók og hún hljóðar svona.

Piprið steikina og látið standa í hálftíma eða svo.  Steikið á pönnu, rare!!!  Setjið það svo í ísvatn (skál með vatni og klökum í) í 20 mín. Þurrkið kjötið og skerið það í þunnar sneiðar og þræðið upp á grillspjót eða einhvern tein.  Berið fram með góðu dip.

 

sítróna

Þetta má t.d bera fram með CITRUS SHOYU

  • 1 sítróna
  • 2 msk Lime safi
  • 2 msk rice vinegar
  • 1/4 bolli shoyu
  • 1 msk  mirin
  • 4 vorlaukar, smátt skornir
  • Bútur af fersku engifer, rifið eða skorið fínt

Öllu blandað saman.

TIP: Mirim er snilld og algjört must þegar verið er að sjóða sushi hrísgrjón.

Advertisements