Flettubrauð í heimilisfræði

by soffiagudrun

Ég á það til að vita nákvæmlega hvað mig langar í að borða, kannski of nákvæmlega því nú langar mig í svona bollur sem maður bakaði í heimilisfræði í grunnskóla.

Ég fann nú eina uppskrift á netinu sem hljómar svipað og það sem ég er að hugsa, kannski maður láti vaða á þetta í vikunni.

fléttubrauð

Flettubrauð í heimilisfræði

  • 1 1/2 dl. heilhveiti
  • 1 dl. hveiti
  • 1 1/2 tsk. þurrger
  • 1/4 tsk. salt
  • 1 tsk. sykur
  • 1 1/2 dl. volgt vatn
  • 1/4 dl. matarolía

Þurrefni í skál, vatni og olíu bætt út í og hrært saman. Látið hefast í 10-15 mín.
Hnoðið, rúllið því í lengju sem skipt er í þrennt. Fléttið saman. Penslið með vatni og bakið í 10-15 mín. við 200 gráður.

Nema ég myndi jafnvel búa til bollur úr þessu frekar.

www.soffia.net

Advertisements