Heitt kakó

by soffiagudrun

Þetta yljar manni í vetur.  Núggat rjóminn gefur skemmtilega tilbreytingu.

Heitt kakó

  • Gott kaffi eða heitt kakó
  • 1 dl rjómi
  • 50 g mjúkt núggat

Bræðið núggat í vatnsbaði. (skiljið smá núggat eftir til að skreyta með).

Þeytið rjóma og blandið honum við bráðið núggatið.

Hellið kaffi eða kakó í glas og setjið rjómann ofan á.  Skreytið með núggat flögum.

Mig langar að minna á lamumba, drykkur sem klikkar ekki! Heitt kakó og koníak.

www.soffia.net

Advertisements