Jarðaberjabalsamic

by soffiagudrun

Jarðaberjabalsamic

  • 500 g Jarðaber
  • 250 g sykur
  • 1 1/2 dl vatn
  • 1 dl hvítt (eða dökkt) balsamic

 

Skerið berin gróft niður og sjóðið í vatni í 5 mín.

Setjið þau í blender og svo aftur í pott.

Komið upp suðu, bætið við sykri og eldið í 2 mín.

Bætið við balsamic og fáið upp suðuna aftur.

Hellið heitu jarðaberjabalsamic í heita, hreinar flöskur.

Þetta geymist óopnað í um eitt ár.

 

Svo má gera jarðaberja balsamic vinagrette  í flýti til að bera fram strax

  • 3 dl Jarðaber
  • 0.7 dl ljóst balsamic
  • 0,7 dl ólífuolía
  • Salt og pipar

Það má krydda þetta til eftir smekk, með fersku basil, rosmarin, hvítlauk eða orgegano…
Og til að vega upp á móti balsamic þá má setja smá sykur

Allt sett í blender í nokkrar sek.