Kræklingatínsla og veisla

by soffiagudrun

Ótrúlegt hvernig hægt er að tala í kringum hlutina.  Buðum vinum að borða með okkur krækling sem við tíndum.  Við héldum að við ætluðum að borða heima hjá þeim og þau héldu að við ætluðum að borða heima hjá okkur, þannig að á sama tíma fóru þau til okkar og við til þeirra.

Svo hringja þau og spyrja hvar við séum. Við segjumst vera á leiðinni, “við verðum komin eftir 10 mínútur.” Og spyrjum hvar þau séu.  Þau segjast vera úti.  Flott hugsum við, enda nice veður og sjáum þau fyrir okkur út í garði hjá sér.

10 mín síðar erum við mætt til þeirra, en engin heima og engin útí garði.  Við hringjum í þau og spyrjum hvar þau séu, þá voru þau úti, fyrir utan hjá okkur!  Og þegar við vorum á leiðinni þá héldu þau að við værum á leiðinni heim til okkar, en ekki á leiðinni til þeirra.

Þetta er nú bara brot af því sem við töluðum í kring um hlutina um þetta matarboð og allan tíman með sitthvorn stað í huga.  En allt er gott sem endar vel.  10 mínútum síðar voru þau komin heim til sín þar sem við biðum spennt með fullan pott af kræklingi.  Maturinn hefði ekki getað verið betri og hvað þá félagsskapurinn.

Semsagt, fórum að tína kræklinga í gær og þeir voru svo stórir og flottir og ótrúlega góðir.  Ferskara getur það ekki verið.  R og ekki r, þumalputtareglan er víst sú að það megi bara tína krækling í mánuðum með r í heiti.  En ég hef nú ekki áhyggjur af því, sérstaklega því það er búið að vera mjög kalt undanfarið.

www.soffia.net

Við bjuggum til tvo mismunandi rétti, en ég hef bloggað um svipaðar uppskriftir áður sem má finna hér.

Kræklingur með sinnepi

 • 1/2 L rjómi
 • 2-3 dl  gott hvítvín
 • 2-3 hvítlauksrif
 • 100- 150 g smjör
 • 3-4 msk Dijon sinnep, eða eftir smekk.
 • Sinnep með fræjum
 • Sætt sinnep
 • Salt
 • Pipar

www.soffia.net

Thaí kræklingur

 • Ein dós kókósmjólk
 • Nokkrar msk rautt karrý paste (eftir smekk)
 • 1/2 –  1 rauður Chile, eftir því hvað hann er sterkur
 • Hvítlaukur (2-3 rif)
 • 1 rauð paprika
 • 1 rauðlaukur
 • Vorlaukur
 • Lime
 • Engifer
 • Kóríander
 • Thaí sweet chili sauce
 • Salt og pipar
 • Íslenskt smjör

Hitið smjör á wok, setjið útí allt grænmeti og kryddi og svitið lauslega, bætið svo við kókósmjólk og hvítvíni.  Ekki noijið í hvaða röð þetta endar á pönnunni, nema kræklingurinn sem fer útí á síðustu 3-5 mínútum.
www.soffia.net

 

Munið svo að henda þeim krækling sem ekki opnar sig.

Bárum fram með þessu baguette, osta, ítalska kryddpulsu, rauðlauk, papriku og sultu.  Drukkum með þessu Montes, Sauvignion Blanc og  Viña Maipo, Chardonnay.

www.soffia.net

 

Svo sló tveggja mánaða rangeygði kettlingurinn í gegn, vill svo skemmtilega til að við eigum sama afmælisdag og okkur finnst báðum rauvín mjög gott.

www.soffia.net

 

Advertisements