Lambakjötbollur

by soffiagudrun

Ég er mikið fyrir lambahakk þessa dagana, og ekki þykir mér kindahakk verra.  Hef nú ekki séð það í búðum, en hef hakkað mitt eigið.

lambahakk

Lambakjötbollur

 • 400 g lambahakk
 • 1 egg
 • 1 msk hveiti
 • 1 dl sódavatn
 • 2 hvítlauksrif
 • 50 g þurrkaðar aprikósur (eða sólþurrkaðir tómatar)
 • 3 stilkar rósmarín
 • 3 stilkar mynta
 • Salt
 • Pipar
 • Olía

 

Blandið saman eggi, hveiti, vatni og lambahakki.

Pressið hvítlauk, hakkið apríkósur og kryddið.  Blandið þessu saman við hakkið. Saltið og piprið.

Búið til bollur úr hakkinu. Hitið olíu á  pönnu og steikið bollurnar í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Advertisements