Snittubrauð með jalapeno og osti

by soffiagudrun

Að ég skuli ekki vera búin að setja inn þessa uppskrift…  Ótrúlega einfalt og tilvalið að bjóða svöngum gestum upp á til að seðja mesta hungrið á meðan beðið er eftir aðalréttinum.

Snittubrauð með jalapeno og osti

  • Baguette
  • Gouda brauðostur  (eða einhver góður brauðostur)
  • Sýrður rjómi
  • Jalapeño (í glerkrukkunum)
  • Salt
  • Pipar

 

Rífið ostinn niður og blandið  honum saman við sýrða rjómann.  (Hlutföllin ca ostur 60% sýrður 30-40%). Skerið niðursoðna jalapeño í semí smáa bita, hvern hring í fernt eða svo.  Blandið við ostamaukið.  Saltið og piprið.  Skerið baguette í sneiðar.  Setjið um matskeið af ostamaukinu á hverja snittu.  Raðið á grind og inn í ofn á grill í nokkrar mínútur.  Fylgist vel með því brauðið getur auðveldlega brunnið undir heitu grilli.

 

Fyrir þá sem ekki eru mikið fyrir sterkan chile þá mætti nota hvað sem er í staðin.  T.d smátt skorna tómata, niðursoðinn aspas, ólífur, sólþurrkaða tómata….. svo fátt eitt sé nefnt.

 

Advertisements