Steikarsamloka

by soffiagudrun

Fór í mat um daginn og fékk steikarsamloku sem smakkaðist gríðarlega vel.  Þetta er ekki flókin matreiðsla og hægt að gluða þessu saman á hálftíma og útkoman verður veisla.

Mæli með bjór eða góðu glasi af rauðvíni með þessari samloku.  Mér fannst hún njóta sín best án meðlætis, frekar að leyfa samlokunni og víninu eða bjórnum að vinna saman

www.soffia.net

Steikarsamloka

  • Ungnautafille
  • Frosin baguette
  • Bernaise sósa (úr pakka, eldað skv leiðbeiningum)
  • Sveppir, nóg af sveppum!
  • Laukur
  • Rauðlaukur
  • smjör
  • Salt
  • Pipar

 

Hitið baguette í ofninum.

Steikið lauk, rauðlauk (sem rokkar) og sveppi á pönnu upp úr slatta af smjöri. Saltið og piprið.

Hitið upp bernaise sósuna skv leiðbeiningum á bakka, þ.e hrærið hana upp með smjöri og mjólk.  Við keyptum frá First price í Krónunni, ódýrast og smakkast fínt.

Piprið kjötið með góðri piparblöndu eða svörtum pipar. Steikið kjötið þar til það er fallega blu eða rare.  Skerið þá steikina í þunnar sneiðar.

Raðið þessu öllu smekklega á baguette brauð.  Ekki gleyma að “presentation is everything!”