Alltof girnileg rif og kartöflubátar með pakkasúpu

by soffiagudrun

Það er fátt skemmtilegra en að horfa á matreiðsluþætti.  Þegar ég bjó í Kanada þá horfði ég mikið á Food Network, fátt yndislegra en að vera með heila sjónvarpsstöð eingöngu tileinkaðri mat.  Og þar var mikið af skemmtilegum þáttum.  Hér heima er það aðallega BBC Lifestyle sem sýnir nokkra ágæta þætti. Ég datt inn á þátt sem heitir Chuck´s day off.  Þar eldaði hann eitthvað sem leit út fyrir að vera alltof girnileg rif. Síðuna með uppskriftinni má finna hér.

Ég á eftir að prófa þetta og það verður sko gert fljótlega.

Sem meðlæti mætti bera fram kartöflubáta með lauksúpu.

Kartöflubátar með lauksúpukryddi

  • Kartöflur
  • 1 pakki lauksúpa (duft)
  • Olía

Skerið kartöflur í báta og setjið í eldfast fat, dreypið olíu yfir og sáldrið svo úr laukpakkanum og dreifið vel úr yfir allar kartöflurnar. Bakið í ofni við ca 200°c þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Svo má salta og pipra eftir smekk. (Spurning að prófa líka púrrulauksúpu)

Advertisements