Döðlukonfekt

by soffiagudrun

Ég var að lesa grein þar sem sagt var frá nokkrum konum frá mismunandi löndum og hvað þær borðuðu yfir daginn. Matseðill konu frá Japan var sá sem skar sig úr hvað varðar morgunmat.

Á meðan hinar, konur frá t.d UK, USA, Brasilíu og Póllandi, fengu sér múslí, morgunkorn eða brauð og ávexti þá fékk sú japanska sér mísó súpu, hvít hrísgrjón og grillaðan lax, súrsaðar gúrkur, soyabaunir, egg, radísur og grænt te.  Og svo var hún komin með góða lyst í hádeginu en þá fékk hún sér núðlurétt og fisk.

Ég bjó til rosa gott og hollt konfekt. Svipaða uppskrift og fleiri góðar er að finna hjá Himneskri hollustu.

döðlukonfekt

Döðlukonfekt 

  • 2  dl kókosmjöl
  • 2  dl steinalausar döðlur, smátt saxaðar
  • 1 msk kakó
  • 2  dl heslihnetur
  • ca 100 g 70 % súkkulaði til að bræða og húða konfektið

Allt nema 70 % súkkulaðið sett í matvinnsluvél og maukað vel.  Búið til litlar kúlur.  Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og dýfið kúlunum ofan í.  Svo væri t.d hægt að rúlla þeim upp úr kókósi eða smátt muldum heslihnetum.

Það má líka sleppa að dýfa þeim í súkkulaði, þá er þetta súper hollt.  Þessar má geyma í frysti.  Svo er um að gera að leika sér með svona uppskriftir, nota aðrar hnetur, svo má sleppa kókósmjölinu, eða prófa að mauka  marsípan við þetta.

Þessar geymast í frysti.