Fagur fiskur á salatbeði

by soffiagudrun

Síðastur í eldhúsið í þessu Foodwaves ævintýri var Halli.  Hann fann ýsu í frystinum og henti fram einum klassískum Halla rétti sem klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.
Ég á ekki mynd af réttinum, læt þennan fallega hvítlauk koma í staðin…
Fagur fiskur á salatbeði
  • Ýsa
  • Sveppir
  • Vorlaukur
  • Hvítvín
  • Rjómi
  • Smjör
  • Hvítlaukur
  • Salt og Pipar
  • Parmasen
Sósan löguð í potti úr sveppum, vorlauk, hvítvíni, rjóma, smjöri, salti og pipar.
Ýsan sett í eldfast fat og sósunni helt yfir.  Bakað í ofni þar til ýsan er elduð í gegn.  Skreytt með parmasen.