Harissa

by soffiagudrun

Ég bjó til harissa með grillaðri papriku um daginn.  Það varð vel sterkt.  Þannig að ég mæli með að ef þið eruð með sterkan chilipipar að smakka ykkur til, setja mjög lítið til að byrja með ef þið viljið hafa hana í mildari kantinum.

 

harissa

 

Harissa

  • Hálfur rauðlaukur
  • 1 grilluð paprika
  • 1 lítil dós tómat paste
  • 1-2 msk sítróna
  • Salt
  • Chili, eftir smekk
  • Hvítlauksrif, eftir smekk
  • Ristuð cumin fræ, ca 2-3 msk
  • Eitthvað af olíunni sem þið grilluðuð paprikuna úr, 2-3 msk eða eftir smekk

 

Byrjið á að rista cumin fræin og grilla papriku.

Fræin ristið þið á þurri pönnu í nokkrar mínútur.

Papriku skerið þið niður og setjið í eldfast mót með hálfum dl af matarolíu, salti og pipar og grillið í ofni þar til skinnið brennur, verður svart.

grilluð paprika

 

Takið hana úr ofni, setjið í skál og lokið með plastfilmu í korter.  Þannig losnar hýðið auðeldlega frá þegar hún kólnar.

 

grilluð paprika

 

Maukið allt ofantalið saman í matvinnsluvél eða blender. Verið dugleg að smakka ykkur til þar til þið eruð ánægð með bragðið