Kebab með souvlaki keim og Tzatziki sósu

by soffiagudrun

Ég keypti nokkur krydd í Tiger, því ég hafði prófað Gyros kryddið hjá þeim og finnst það mjög gott.  Ég prófaði núna Kebab krydd og Tzatziki krydd.  Bæði mjög bragðgóð.

Þetta er svo einfalt að það er ekki fyndið og því mjög hentugt þegar skella þarf í einfalt og fljótlegt, en gott grill.  Það væri rosa gott að þræða kryddaða kjúklinginn upp á grilltein og gott grænmeti á annan.

Ég reyndar eldaði kjúklinginn bara á pönnu og ekki er það síðra.

kebab

Kebab með souvlaki keim og Tzatziki sósu (fyrir 2)

  • 1 kjúklingabringa skorin í hæfilega stóra munnbita
  • Kebab krydd frá Tiger, eftir smekk (t.d 2-3 tsk)
  • Matarolía

Veltið kjúklingabitum upp úr kryddi og olíu og steikið á pönnu.

Tzatziki

  • AB mjólk
  • Tzatziki krydd frá Tige, 2-3 tsk eða eftir smekk, um að gera að smakka þetta til

Blandið saman í skál.

Hugmyndir að meðlæti:

Hrísgrjón með grænum baunum

Grískt salat sem t.d gæti samanstaðið af smátt skornum agúrkum, lauk, tómötum og ólífum, blandað við hreinan fetaost eða fetaost í kryddlegi.

Tortilla kökur, naan brauð, focaccia eða hvítlauksbrauð…

 

Advertisements