Kjúklingabollur með indversku ívafi

by soffiagudrun

Góð krydd eru gulli betri, eða þau að minnsta kosti geta gert góðan mat betri.  Ég á nokkrar virkilega góðar kryddblöndur sem ég hef sankað að mér.  Sú nýjasta er frá NOMU og heitir Indian rub.  Ég fékk hana í Mosfellsbakaríi.

Ég bjó til kjúklingabollur með þessu kryddi og þær heppnuðust mjög vel. Það er ágætt “bite” í þessu kryddi.

kjúklingabollur

Kjúklingabollur með indversku ívafi (fyrir 2)

  • 1 Kjúklingabringa
  • 1 vorlaukur
  • Hálf brauðsneið
  • 2 msk ólífuolía
  • Salt
  • Pipar
  • 1-2 msk Nomu Indian rub
  • 1 hvítlauksrif, pressað

Öllu blandað saman í blender/matvinnsluvél.  Búið til bollur eða klatta (auðveldara að steikja klattana).  Steikið á pönnu.

Svo setti ég á pönnuna með kjúklingabollunum 2 shallott lauka, 1 hvítlauksrif, 1/3 dós tómata, salt, pipar og smá af Nomu kryddinu. Þetta bar ég fram með hrísgrjónum (setti salt og túrmerik útí hrísgrjónin) mango chutney og raitu.