Marsipan konfekt

by soffiagudrun

Búin að liggja í þessu yfir hátíðar…

 

Marsipan konfekt

  • Odense marsipan
  • 100 g 70% sirius konsum súkkulaði
  • Heslihnetur, hakkaðar

 

Rúllið út marsipaninu líkt og pizzadeigi, ca 1 cm þykkt.  Skerið út litla hringi í munnbitastærð með einhverju litlu kringlóttu móti eða skerið í ferhyrninga með hníf og “reglustiku”

(Það mætti líka gera hefðbundnar kúlur, en mér finnst hitt skemmtilegri munnbitar,  þetta í laginu ca eins og tveir 50 kallar ofan á hvor öðrum.)

Bræðið súkkulaði í örbylgjuofni.  Dýfið marsipan bitunum í súkkulaði og veltið þeim svo upp úr heslihnetum.

Einnig prófaði ég að blanda saman marsipani og Odenese kókósmasse, það kom líka vel út fyrir þá sem finnast kókós gott.

GLEÐILEGT ÁR!

www.soffia.net