Nýrnabaunatortilla

by soffiagudrun

Ég fór á hælið í hádegismat, þá er ég að tala um heilsuhælið í Hveragerði.  Þar fékk ég dýrindis tortilla.

Ég ætlaði ekki að trúa því að eina kryddið í réttinum var Kanill.  I kid you not, það var allt og sumt því ég prófaði að elda þennan rétt eftir uppskrift áðan og hann var fáránlega bragðgóður.

 

Ég fylgdi uppskriftinni nokkuð vel en svona fór ég að…

nýrnabauna tortilla

Nýrnabaunatortilla

 

 • 1 dós baunir (blanda af pinto, kidney og canelini baunum)
 • 1 gulrót
 • 1 Steinseljurót (parsnip)
 • 1/2 laukur
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 tsk kanill
 • 1-2 tsk salt
 • 1 bolli rifinn ostur
 • Tortilla kökur

Skerið lauk, nípu og gulrætur í tenginga og steikið upp úr smá olíu ásamt salti og kanil.  Bætið svo við baunum og tómötum.  Látið malla.  Setjið fyllingu í tortilla (burritos kökur) ásamt rifnum osti og inn í ofn í 5 mínútur við 200°c.

 

Með þessu bar ég fram Jalapeno sósu

 • 2 msk sýrður rjómi
 • Smátt skorinn jalapeno, niðursoðinn (2-3 hringir)
 • 1-2 tsk lime safi
 • 1 tsk sýróp
 • Salt

Öllu blandað vel saman.  Ég steytti í morteli jalapeno, lime og salti, bætti svo við sýrðum og sýrópi.

 

Svo bjó ég til Tómat salsa úr því sem til var

 • 2 ferskir tómatar
 • 3-4 hringir niðursoðinn jalapeno
 • Salt og pipar
 • 1/4 laukur

Tómatar, laukur og jalapeno skorið smátt og öllu blandað saman.

Ég sauð hrísgrjón og bætti svo við þau grænum baunum (frosnum), smjöri og salti.

 

Advertisements