Reykt hrefnukjöt með Wasabi Sesame Dressing

by soffiagudrun

Ég hef verið að gera tilraunir með Wasabi sesame dressinguna.  Nú síðast bar ég hana fram sem dipping sauce með reyktri hrefnu.  Svona svipaður fílíngur og soya með sushi.  Mér fannst þetta passa ágætlega saman.

Annars er rótsterk hvítlaukssósa líka góð með hrefnunni.  Sýrður rjómi eða grísk jógúrt með fullt af hvítlauk, salti og pipar. NB að hafa vel af hvítlauk, það gerir galdurinn.

Einnig kom með á disknum Höfðingi sem ég skellti á pönnu og bar fram með Thai sweet chili sauce.

wasabi

 

Í aðalrétt var svo klassískur réttur.  Nóg af humri með smjöri og hvítlauk.  Ekkert prjál og stendur alltaf fyrir sínu.  Mikilvægt að bera fram gott baguette með þessum rétti og kalt ferskt hvítvín.

humar