Suðrænt salat

by soffiagudrun

Ég bjó til ágætis salat, ferskt og upplagt á góðviðrisdögum í sumar.

salat

Suðrænt salat

 • Grænt salat, ég notaði salatblönduna Geysi frá Hveratúni
 • Mangó
 • Avacado
 • tómatar
 • Paprika
 • Vorlaukur
 • Mossarella í kryddlegi, skorin í munnbita
 • Kjúklingabringa
 • Mangó Jalapeno glaze
 • Salt og pipar

 

Skerið  kjúklingabringu í munnbita og steikið upp úr Mango Jalapeno glaze.  Skerið grænmeti og ávexti niður og blandið öllu saman.

 

“Mango Jalapeno glaze” dressing

 • 4 msk sýrður rjómi
 • 1-2 msk Mango Jalapeno glaz, eða eftir smekk
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 3-4 msk góð olía
 • Salt og pipar

Öllu blandað saman og borið fram með salatinu,  dreypið svo yfir salatið á disknum ykkar

mango glaze