Ýsu wok með wasabi sesame dressingu

by soffiagudrun

Keypti í Melabúðinni rosa fína wasabi sesame dressingu.  Marineraði ýsu í dressingunni og setti á pönnu með grænmeti.  Virkilega gott og bar þetta fram með Thai sweet chili sósu sem klikkar aldrei

.wasabi

Ýsu wok með wasabi sesame dressingu

  • Ýsa
  • Sveppir
  • Vorlaukur
  • Púrra
  • Paprika
  • Hvítlaukur
  • Salt
  • Wasabi sesame dressing
  • Hrísgrjónanúðlur

 

Skerið  ýsu í munnbita og veltið upp úr Wasabi sesame dressingunni. Eldið grænmetið á wokpönnunni, bætið svo fiski við og eldið í nokkrar mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn.  Bætið við dressingu eftir smekk.  Hrærið saman við soðnum núðlum.  Berið fram með Thai sweet chili sauce.

 

Advertisements