Fiskisagan flýgur

by soffiagudrun

Ég fór á gullfiskaveiðar í Malawi.  Mér hafði verið boðið í mat um kvöldið og að deginum til hitti ég gestgjafa kvöldsins þar sem hann var á leið út á vatn að ná sér í gullfiska, og spurði hvort við vinirnir vildum ekki koma með og hjálpa til við veiðarnar.  Það var ekki spurning.  Þegar á staðinn var kominn stöðvuðum við bátinn og hentum okkur út í vatnið til að hefja veiðar.

Mikið var um fallega, litla litskrúðuga gullfiska.

Ég hafði fastlega gert ráð fyrir að við værum að fara að veiða í matinn fyrir veislu kvöldsins.  Og þegar ég fór að minnast á hvað þetta væru litlir fiskar, og velta fyrir mér hvernig hugsanlega væri hægt að matreiða þá, þá komst ég að því að við vorum nú bara að veiða í gullfiskabúrið….vandræðalegt!

Ekki fékk ég semsagt gullfisk að borða í matarboðinu,heldur var tekin heil geit og grilluð.  Aðeins fjarri því sem ég hafði átt von á.

Við hittum þessa hressa krakka á ströndinni eftir veiðarnar.

malawi

En talandi um fisk, ég hélt áfram að þróa kartöflukökurnar.  Ég gerði mjög góðar í kvöld þar sem ég bætti við kryddi sem ég keypti um daginn í Krónunni og einu eggi. Það sem ég er að styðjast við í þessari uppskrift er marokkóskur götumatur, kartöflukökur sem kallast Maakouda batata

Kryddið sem ég notaði heitir Durban curry og er frá Cape herbs eins og svo mörg krydd sem ég hef keypt nýlega og líkað vel.

durban curry

 

Nokkurskonar Maakouda batata

  • 500 g kartöflur
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 1 vorlaukur
  • Fersk kóríander
  • 1 tsk turmeric
  • Ferskur chile (magn fer eftir styrk piparsins)
  • 1 egg
  • 1/2 – 1 tsk Durban curry frá Cape herbs

Steikti létt á pönnu vorlauk, chile, hvítlauk og turmeric. Setti það svo í skál ásamt soðnu kartöflunum og eggi og stappaði þessu saman ásamt kryddinu og ferskum kóríander. En stappaði fremur gróft því ég vildi hafa kartöflurnar “chunky”

Bjó til bollur sem ég svo steikti létt upp úr smjöri og olífuolíu.

Maakouda batata

 

Maakouda batata

 

Maakouda batata

 

Advertisements