Lambarifjur – frábær helgarmatur

by soffiagudrun

Ég skil ekki hvernig mér tekst alltaf  að stökkva inn í matvöruverslun eftir EINUM hlut en koma út með jafnvel tvo fulla poka og eyða að minnsta kosti 7000 kalli.

lambarifjur

Mig var búið að dreyma lengi um lambarifjur.   Ég lét verða að því að elda þær um daginn, rosalega gott og svo er þetta sniðugt í matarboðið því þær líta svo grand og fallega út á diskunum.

Það góða við þetta kjöt að það passar við svo margt, kaldar jógúrtsósur, heitar bragðmiklar pipar eða rauðvínssósur, brúnaðar kartöflur eða bakaðar,stappaðar eða steiktar.

lambarifjur

Ég bar mitt fram með ofnbökuðum kartöflubátum og sveppasósu.  Næst myndi ég eflaust hafa kartöflumós með avacado bitum út í og kalda klettasalatssósu með slatta af hvítlauk.

Svo þarf að marinera kjötið, í þetta sinn var ég undir grískum áhrifum, með ólífuolíu og lamba rub frá NOMU, og bætti við nokkrum hvítlauksrifum sem ég setti í gegnum hvítlaukspressuna og ferskt rósmarín.

Ef þið eigið ekki Lamb rub frá NOMU þá má bæta við þetta smá Cumin (1/2 tsk eða svo, ekki of mikið því það er svolítið afgerandi) Oregano pg Thyme.  Endilega notið góða ólífuolíu.

Það er hægt, þó ég hafi ekki prófað það að blanda við þetta smá brauðmylsnu.

Kjötið er eldað í ofni á 180°c í 10 mín eða þar til þið eruð ánægð með það, sumir vilja meira eldað aðrir minna.

Svo er málið að bera fram með þessu góða rauðvín, ég mæli með Beronia, Rioja, Reserva, 2005.

Góða helgi og verið nú dugleg að borða matinn ykkar.

Advertisements