Sushi – en ekkert hrátt

by soffiagudrun

Ég veit um marga sem borða ekki sushi því þeim finnst ógirnilegt að borða hráan mat, og óléttar konur fá sér ekki sushi því þær eiga ekki að borða hráan mat.  En það má gera sushi sem inniheldur engan hráan mat.  Í rúllurnar mætti nota t.d vorlauk, agúrku og avacado.

Og svo er hægt að gera eggjaköku á hrísgrjónabeði og fyrir þá sem finnst ógirnilegt að borða hráan mat þá má nota reyktan lax í staðin fyrir hráan sem mér finnst einnig mjög gott.

sushi

Eggja sushi

 • Ommiletta
 • Sushi hrísgrjón, soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum
 • Vorlaukur

Ommiletta:

 • 4 egg
 • 1msk sykur
 • 1 msk Mirim
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 msk soya sósa

Setjið hráefnið í skál.  Hrærið öllu saman með gaffli þar til það verður létt, en án þess að það fari að freyða.

Hitið olíu á teflon pönnu, ekki mjög stórri pönnu, við viljum hafa ommilettuna 2 cm á þykkt, að minnsta kosti.

Setjið eggjablönduna á pönnu við meðalhita, eldið á báðum hliðum.

Skerið omilletuna í bita, kannski um 2 x 3 cm sneiðar.

Eftir að hrísgrjónin eru soðin og hafa fengið að kólna, mótið þá úr þeim svipað stóra ferhyrninga og ommilettan er.  Leggið ommilettuna ofan á grjónabeðið og bindið saman með vorlauk sem þið hafið klippt í fremur þunna strimla.

Berið fram með súrsuðu engifer, wasabi og soya sósu.

Og eins og ég hef áður minnst á, þá er rosalega gott að setja mirim út í hrísgrjónin í lok suðu.

sushi

Ég nota mikið vorlauk í sushi gerð.  Það er fallegt að skreyta diskana með vorlauk, t.d að skera hann til þannig að hann lítur út eins og gras

vorlaukur

vorlaukur

Svo er bara að láta hugmyndaflugið leika lausum hala og koma með sitt persónulega “touch” í japanska matargerð.  Það er svo gaman.

Reyktur lax í skál

 • Reyktur lax
 • Vorlaukur
 • Ferskt, rifið engifer
 • Sesam fræ
 • Smátt skorin,kjarnahreinsuð agúrka

Skerið laxinn í smáa munnbita.  Saxið vorlaukin. Skerið niður agúrku Rífið engifer. Blandið saman í skál og stráið um 1 msk af sesamfræum yfir.  Berið fram með súrsuðu engifer, wasabi og soya sósu.

Þennan rétt má svo heimfæra á ýmsa vegu, ef þetta er t.d forréttur  þar sem eitthvað annað en sushi er í aðalrétt þá mætti setja sushi hrísgrjón út í réttinn, eða avacado.

vorlaukur

Advertisements