Þá fór hænan að verpa…

by soffiagudrun

Þær eru ofdekraðar þessar hænur.  Ég veit að þeim finnst hrísgrjón góð , þannig að ég gaf þeim sushi um daginn.  Í staðin fyrir að  borða sjálf endana á sushi rúllunum mínum þá gaf ég hænunum sem borðuðu það með bestu lyst.

Þegar ég spurði hænsnabóndann hvernig hænunum hafi þótt sushi-ið mitt þá sagðist hún hafa tínt það upp úr plastpokanum með hænsnamatnum og borðað það sjálf.  (Ég trúði henni eitt augnablik, þar til ég mundi eftir öllum hinum síður girnilegri matarafgöngunum sem voru í pokunum)

Gamla hænan fór að verpa.  Þannig að þá er hægt að búa til eggja sushi handa henni eins og ég bloggaði um hér um daginn.

egg

 

egg

 

Og svo ég vaði nú úr einu í annað….

Eitt að því sem heillar mig einnig við te eru umbúðirnar, ég er umbúðasökker. Svo datt ég niður á vefsíðu sem selur te í svo ótrúlega fallegum umbúðum að mig langar svo ííííííííí.

Ég er mikill aðdáandi japanskar myndlistar, sérstaklega gamlar tréristur.  Þannig að þessar umbúðir öskra á mig að kaupa sig.

www.postcardteas.com/

Advertisements