Aspas með myntusmjöri og hráskinku

by soffiagudrun

Ég er með uppskrift í Kökublaði Vikunnar, endilega kíkið á það.  Fullt af fínum uppskriftum í þvi blaði.

Hér kemur enn einn tapas rétturinn og ekki af verri endanum.  Myntusmjörið passaði vel með öllu sem var á boðstólnum.

Þegar ég heyrði að gestgjafinn ætlaði að léttsteikja ferskan aspas þá ákvað ég að gera myntusmjör, eitthvað sem tekur ekki langan tíma að framreiða og kom með skemmtilegt bragð í flóruna.

Og í tilraunastarfseminni rúllaði ég hráskinku með aspasnum og myntusmjörinu. Nammi namm.

aspas

Aspas með myntusmjöri

  • Lítill aspas (þessir litlu sætu, rosagóðir)
  • Fersk mynta, eitt búnt
  • Safi úr ca hálfri sítrónu
  • Salt
  • 30 – 40 g smjör

Steikið aspas létt upp úr smjöri og saltið með sjávarsalti og pipar.

Bræðið smjör í potti.  Bætið við safa úr sítrónu og mjög smátt saxaðri myntu.  (má einnig merja myntuna og sítrónu í mortel) Saltið eftir smekk.

Borið fram með hráskinku ef vill.

Ég hef áður bloggað um myntusmjör og þá með hvítum aspas.  Svo mætti nota þetta myntusmjör með svo mörgu öðru, rosa gott t.d að hreinsa það af diskinum með góðu baguette.

Advertisements