Er hægt að borða bara íslenskt hráefni?

by soffiagudrun

Ég spyr: Er hægt að borða bara íslenskt hráefni? Ég var að velta þessu fyrir mér, og mig langar að láta reyna á það.

En það er ekkert smá sem maður útilokar, og spurning hversu langt maður gengur.  Eins og t.d með hveiti og sykur.  Bara það að útiloka hveiti minnkar möguleikana.  Íslenska byggbrauðið er einnig með hveiti, þannig að ég er svona aðeins að hugsa upphátt um leið og ég velti fyrir mér hvort ég geti borðað  mat eingöngu unnin úr íslensku hráefni.

Þannig að morgunmaturinn á morgun verður eflaust þá barasta beikon og egg…. 🙂

Ég geri ráð fyrir að fyrsta vikan verði tilraunakennd, því ég ætla nú frekar að fá mér brauðsneið en verða svöng.

En annars er af nógu að taka, fiskur, kjöt, kartöflur, mjólkurafurðir, ýmislegt grænmeti…engir ávextir, nema bláberin sem ég á í frysti …….oooooooooog ekkert rauðvín.

Mér finnst maður svona einna helst finna fyrir hveitileysi, þarf að spá í hvað getur komið í staðin fyrir það, sem er ræktað á íslandi.

Þetta vekur mann til umhugsunar um það sem er ræktað í kringum mann, eins með árstíðabundnar vörur, því oft heyrir maður að maður eigi að borða “seasonal”.

Þetta verður fróðlegt.  Ef þið hafið eitthvað til málanna að leggja eða eruð með góðar hugmyndir hvað hægt sé að matreiða, endilega látið mig vita.

Gleðilegt ár! 

www.soffia.net

Advertisements