Kjúklingur með sesame fræum, sýrópi og vorlauk

by soffiagudrun

Þessi réttur er mjög einfaldur og ég henti honum upp sem smá appetizer fyrir matargesti á no time.

kjúklingur

Kjúklingur með sesame fræum, sýrópi og vorlauk

  • 1 kjúklingabringa
  • 2-3 msk sesame fræ
  • 1 msk sýróp
  • 1 tsk dijon sinnep
  • 3-4 msk ólífuolía
  • Smá vorlaukur
  • 1 hvítlauksrif
  • Salt og svartur pipar

Skerið kjúklinginn í hæfilega munnbita. Hrærið öllu saman og veltið kjúklingnum upp úr marineringunni.

Steikið kjúklinginn á meðalheitri pönnu eða bakið hann í eldföstu fati í ofni.  Skerið smá extra vorlauk og dreifið yfir kjúklinginn og jafnvel smá meir af sesame fræjum þegar þið berið hann fram.

Svona marineringar eru líka góðar á kjúklingaleggi eða vængi.