Lasagna með kjúklingafarsi og kjúklingabollur úr afganginum af farsinu

by soffiagudrun

Einn af mínum uppáhalds réttum er cannelloni með kjúklingafarsi.  Í gær hélt ég að ég ætti lasagnaplötur inn í skáp og ætlaði því að búa til svipaðan rétt og cannelloni-ið.  Svo barasta átti ég engar plötur þannig að við hentum í ferskt pasta deig og rúlluðum út nokkrum plötum.  Þá hefði verið upplagt að nota þær í að rúlla þeim upp sem cannelloni en mig langaði að prófa að útfæra þennan rétt eins og lasagna.  Og þetta var ótrúlega gott.

Sósan heppnaðist einstaklega vel og vil ég þakka því að tómatarnir (úr dós) eru mjög bragðgóðir,  Crushed tomatoes frá Eden.

Einnig notaði ég shallotlauk í sósuna, það er mjög gott.

lasagna

Lasagna með kjúklingahakki fyrir 2-3

Kjúklingahakk

 • 2 kjúklingabringur
 • skvetta af rjóma (1/2 dl)
 • Lúka af ferskri basil
 • 1 egg
 • 1 hvítlauksrif
 • Salt og pipar

Maukið öllu saman í matvinnsluvél

Tómatsósan

 • 1 dós crushed tomatoes frá Eden
 • 3 shallotlaukar
 • 1-2 tsk Balsamic edik
 • 1 tsk Agave sýróp
 • Salt
 • Pipar
 • Ólífuolía

Svitið lauk og hvítlauk upp úr smá ólífuolíu.  Bætið við tómötum og öllu öðru.  látið malla við vægan hita í korter.

Hér er uppskrift af fersku pasta

Setjið sósu í botninn á eldföstu móti, þvínæst lasagnaplötur og dreifið svo úr kjúklingafarsblöndunni yfir lasagnaplötunar, svona svipað magn og ef um kjötsósu væri að ræða, kannski aðeins meira.  Svo kemur aftur lag af pasta plötum  og ofan á það slatta af tómatsósunni.  Bakið í ofni í 25 mín.  Bæti þá við rifnum osti ofan á og jafnvel ferskri basil og bakið í aðrar 10 mínútur.

sósa-lasagna-kjúklingafars-lasagna-sósa-ostur

Þetta var svona gott, að þetta rétt dugði ofan í tvo…..

lasagna

Svo má móta bollur ef afgangur er af farsinu (nú eða bara gera bollur) og bera fram með sósunni og fersku basil.

kjúklingabollur

Advertisements