Matarboð aldarinnar – þegar ég brauðfæddi heilt þorp í Afríku

by soffiagudrun

Einu sinni tókst mér að fæða heilt þorp í Afríku.  Og ég er ekki að ýkja.  Þetta átti að vera matarboð fyrir 4 íslenska nágranna, og stráka sem voru í þorpinu í nokkra daga á sama tíma og við.

malawi

Við gestgjafar, vinkona mín,  kærasti minn og ég, lögðum pent á borð til að byrja með, en undir lokin þegar garðurinn fylltist af þorpsbúum,svöööngum þorpsbúum þá fyrst byrjaði veislan og allur matur tekinn fram!

malawi

Við hefðum nú alveg mátt gera ráð fyrir boðflennum því fyrr um daginn höfðum við hitt nokkra drengi sem voru í hljómsveit og fengum við þá til að spila í matarboðinu.  Það er önnur saga!  En þeir komu og spiluðu úti á verönd og tónlistin sem ómaði laðaði að eins og fyrr segir allt þorpið.

malawi

malawi

Hef ég haldið mörg matarboðin, en þetta sló allt út.  Fólk var svangt, svo svangt að þegar allir gestir höfðu yfirgefið samkvæmið þá var eftir í öllu húsinu! 2 egg og ein þurr brauðsneið sem við gestgjafarnir þrír ætluðum að deila á milli okkur daginn eftir til að seðja sárasta hungrið þar til við kæmust í meiri mat.

 

Allt  var étið upp, við hituðum meir að segja upp allar þær dósir af bökuðum baunum sem ég fann í kofanum, öll hrísgrjón.  ALLT var étið!  Íslensku matargestirnir voru meir að segja sendir eftir kjúkling sem þeir áttu heima hjá sér. Og síðasti gesturinn, ung kona með nýfætt barn fór með síðasta mjólkurdropann með sér.

malawi

Og allir skemmtu sér vel, innfæddir kenndu okkur að dansa og syngja hópsöngva og við kenndum þeim íslenska slagara eins og Stál og hnífur og ég kenndi krökkunum dansinn úr pulp fiction myndinni við mikla lukku.  Það er mikil tónlist og rytmi í  þorpsbúunum, allir dönsuðu, og sungu.

malawi
Og sumir voru sætari en aðrir. (Og aðrir rauðari)

malawi