Avacado franskar – djúpsteiktur avacado

by soffiagudrun

Ég prófaði að djúpsteikja avacado sem ég hafði velt upp úr brauðmylsnu og eggi.  Það kom ferlega vel út og smakkast rosalega vel með góðri sósu, t.d jalapeno-lime sósu.

avacado franskar

avacado franskar

Avacado franskar (fyrir 2)

 • Avacado, 2 stk.
 • Brauðmylsna, ca 1-2 dl
 • Byggflögur ef þið viljið, 1/2 dl eða svo
 • Salt
 • Lemon pepper
 • Og svo hvaða krydd sem ykkur dettur í hug og finnst gott ef þið viljið hafa þetta meira spicy…

avacado franskar

Skerið avacado í sneiðar, sem líta út svona eins og franskar í lögun.  Ég skar hann í tvennt, fjarlægði steininn og skar svo 3-4 rákir endilangt og skóf svo úr hýðinu.

avacado franskar

avacado franskar

Veltið honum upp úr eggi, brauðmylsnu og jafnvel aftur í egg og aftur brauðmylsnu ef þið viljið þykkari húð utan um hann.

Djúpsteikið í potti í 10 -15 sek, eða þar til hann lítur gullinbrúnn út, en þó ekki brunninn.

avacado franskar

Jalapeno sósa

 • 2 msk sýrður rjómi
 • Smátt skorinn jalapeno, niðursoðinn (2-3 hringir)
 • 1-2 tsk lime safi
 • 1 tsk sýróp
 • Salt

Öllu blandað vel saman.  Ég steytti í morteli jalapeno, lime og salti, bætti svo við sýrðum og sýrópi.

avacado