Étið í New York… og sushi með hýðishrísgrjónum, mæli með þvi!

by soffiagudrun

Það hefur verið fátt um færslur síðustu daga þar sem ég fór í reisu til New York.

central park

central park 

Á to do listanum mínum var meðal annars:

– Borða kúbu samloku

– Kaupa local vín

– Fá mér New York slice

– Kaupa Chilpotle í Adobo sósu sem ég hef ekki fundið hér heima

– Kaupa maís hveiti til að gera mexikóskar tortillas (ekki maís mjöl sko)

– Fá mér sushi

– Fara á indverskan stað 

– Kaupa skemmtileg krydd

– Versla skemmtilegar matreiðslubækur, var með nokkrar vel valdar í huga

– Rölta um og njóta mannlífsins

– Skemmta mér með dóttur minni og manni á barnvænum vettvangi

– Eyða tíma með góðri vinkonu sem var svo vinarleg að taka á móti okkur og fá mér rauðvín með henni. 

ny

Eitt af því sem ég gerði ekki á þessum lista var að fara á Indverskan, en við fórum á stað frá Sri Lanka í staðin…

Þetta er svona sirka það sem var á listanum….minna um það að fara að skoða styttur og söfn, það verður bara að vera næst. Það er ómögulegt að sjá allt sem manni langar í einni stuttri ferð, en New Yok hefur upp á svo óendanlega margt að bjóða…ÓENDANLEGA margt.

sushi

Fyrsta máltíðin í NY var sushi, gert úr hýðishrísgrjónum, ég mæli eindregið með að þið prófið það!

Súper dúper hollt Sushi

Advertisements