Föstudagsfjör á sunnudegi

by soffiagudrun

Það var ekki við hæfi að vera með föstudagsfjör á föstudeginum langa svo ég hef það að þessu sinni á sunnudegi.  (En ástæðan er í alvöru sú að ég komst ekki í tölvu á föstudaginn…)Áður en við skellum okkur í fjörið þá langar mig að óska ykkur gleðilegra páska.  Ég get sagt ykkur það að hér á heimilinu hefur engin orðið svangur og ég þarf að riðja út færslunum um það sem ég hef haft á borðum yfir hátíðina.

En það sem var öðruvísi með þessa páska en svo oft áður var að ég ákvað að fara ekki í matvöruverslanir fyrir tugi þúsunda eins og ég enda oft á að gera.  En nóg um það í næstu færslu.

Skellum okkur í fjörið:

 

FÖSTUDAGSFJÖR Á SUNNUDEGI

Uppskrift vikunnar:  Ítölsku kjötbollurnar mínar eru klárlega uppskrift vikunnar.  Það verður ekki langt þangað til að ég geri þær aftur og þá verð ég að bjóða einhverjum í mat.

Vefsíðan: Vefsíðan að þessu sinni er http://www.google.com/reader  Ef þið eruð að fylgjast með bloggum og síðum sem uppfærast reglulega þá mæli ég með að þið setjið þær inn í google reader, stórsniðugt apparat.

Vínið: Roodenberg, 2008, frá Suður Afríku er fínt vín. Örugglega gott með vænum bbq burger.

Random uppskrift frá matarblogginu mínu: Þessi uppskrift er alveg handahófskennd, grænmetisréttur með marokkóskum áhrifum og er mjög góð.  Þetta er svona uppskrift sem hægt er að leika sér með miðað við það sem til er og það sem fólki finnst gott.

Tónlist:  Tónlistin sem ég býð upp á á þessum stormasama páskadegi er með hinum geðþekka Einari ormi og vinkonu hans Rósu Ísfeld  í hljómsveitinniFeldberg

Mynd vikunnar: GLEÐILEGA PÁSKA!

Páskar