Hafragrautskrönsí kökur og DAGUR 4

by soffiagudrun

Ég hef ekki verið mikið fyrir hafragraut …þar til ég dreifði úr honum örþunnt á smjörpappír, stráði yfir hann pistasíu dukkah og maldon salti og bakaði í ofni.  Þá var ég komin með dúndurgott
krispí krönsí kex.

Hægt er að nota haframjöl en ég prófaði byggflögur, sem mér finnst rosa gott.

hafrakröns

Hafragrautskrönsí kökur

Ég bjó til graut

  • 1 dl byggflögur
  • 2 dl vatn
  • 2 tsk salt

Sauð saman í potti. Dreifði úr grautum fremur þunnt  á smjörpappír sem ég hafði lagt í ofnskúffu.

  • 2 msk Pistasíu dukkah
  • 1 msk Maldon salt

Stráði Pistasíu dukkah og maldon salti yfir grautinn og bakaði í ofni í ca korter við 220°c .  Skófa hann svo varlega af pappírnum og snéri honum við og bakaði á þeirri hlið í u.þ.b 10 mín. (Þar til hann var orðinn vel krönsí)

Braut grautarklessuna niður í nokkra parta.

Svo má bera þetta fram með hverju sem er, t.d rauðrófusósu, hummus, einhverjum skemmtilegum sósukenndum mat… eða bara narta í eitt og sér með salti.

Það er um að gera að prófa sig áfram í kryddunum.  Hafragrautur er svo hlutlaus á bragðið að hann þolir ýmislegt.

MICRO GREENS – DAGUR 4

micro greens

Það er eitthvað að gægjast undnn moldinni, og spírurnar dafna, sólblómafræin eru farin að losna frá spírunum.  Það er bara að halda við raka í moldinni og hreinsa spírurnar með köldu vatni kvölds og morgna.

Advertisements