Matarboð, sólblómafræ í gosflösku, djúpsteiktar eggjarauður og helgin framundan…

by soffiagudrun

Ég er að undirbúa matarboð, 5 réttir – 5 vín…reyndar aðeins fleiri vín þar sem mig langar með sumum réttum að prófa mismunandi þrúgur.

Ég ætla ekki að segja meir um þetta boð í bili þar sem matargestir eiga það til að lesa það sem ég skrifa hér.

En það má með sanni segja að það er lærdómsríkt og gaman að undirbúa svona matarboð sem gengur út á að para saman mat og vín og smakka og gera tilraunir.

foodblog

Heilaga þrenningin, rauðvín, sódavatn og minnisbókin mín með uppskriftum

Hver réttur verður í formi smáréttar og með hverjum rétt þaulhugsað vín.  Ég er búin að gúgla, tala við vínþjóna vínbúðanna og lesa mig til. Svo er bara að sjá hvernig til tekst og ég mun segja ykkur frá hverjum rétti og vínunum eftir helgi.

Á ferð minni um veraldarvefinn í undirbúningi þessa boðs hef ég lent á mörgum skemmtilegum matarbloggsíðum og uppskriftasíðum.

Ég er þannig að ég byrja að gúgla t.d wasabi smjörsósu og áður en ég veit af er ég farin að skoða síður um brokkólífræarræktun eða djúpsteiktar eggjarauður, sem mér fannst reyndar spennandi og mun prófa við tækifæri.

Og ég get sagt ykkur að ég er komin með brokkólífræin í mold… alfalfa murg, og sólblómafræ og margt annað og það sprettur eins og ég veit ekki hvað. Meir um það síðar.  Þannig að nóg um að blogga á næstunni, fræræktun í gosflöskum, djúpsteiktar eggjarauður og matarboðið mikla!

Ég þurfti aðeins að smakka til vínin fyrir matarboðið og get mælt með Lan, crianza frá Rioja með t.d góðum osti og Brunelli di montalcino, Il bosso frá Ítalíu með einhverri gourmet þunnbotna tómatapizzu.

Góða helgi!

Advertisements