Mexíkósk maíssnitta

by soffiagudrun

Vinkona mín sagði um daginn: ” Afhverju eru íslendingar alltaf að bíða eftir sumrinu?” Ég er ein af þessum sem er alltaf að bíða eftir sumrinu og ALLTAF jafn hissa að sjá hagl í júní, ár eftir ár.

En þetta árið, nú er ég hætt að bíða eftir sumrinu, jah, eða frekar hætt að bíða eftir vorinu og undra mig ekkert á því að hafa séð eitthvað sem líkist snjókornum út um gluggann rétt áðan og hafi lent í brjáluðu hagli í gær.
Fyrir utan það að það er að nálgast miður júní og ég er ekki enn búin að setja niður kartöflur.

En á meðan kalt er í veðri iljar maður sér bara í eldhúsinu.

Nágrannarnir færðu mér sneið af ótrúlega góðri og hollri köku. Og fyrst þeir færðu okkur köku þá hljóp ég yfir síðar þann daginn með maís tortillu  því hún var svo rosalega góð.
tortilla
 

Chile con carne á “homemade” maís tortillu með sýrðri sósu og spínati, öðru nafni:

Ekki gleyma “zestinu”

Byrjið á að búa til tortillu, helst með maís hveiti, sem ég hef því miður ekki séð hér heima. Þannig að hveiti virkar í staðinn fyrir maís hveitið.

Tortillur úr maís hveiti

 • Maíshveiti
 • vatn
 • salt

Blandið saman hráefnum og hnoðið þar til degið helst saman, mótið úr því litlar kúlur á við golfbolta, fletjið kúlurnar út með því að setja þær á milli tveggja smjörpappírsblaða og þrýsta ofan á þær með t.d litlu skurðbretti.  Steikið upp úr olíu á pönnu á báðum hliðum.

Þetta er ekki mjög nákvæm uppskrift en ég set yfirleitt bara það magn af hveiti sem ég ætla að nota í skál með salti og bæti við vatni þar til þetta er orðið að deigi sem ég er ánægð með.

Búið til gott Chile con carne eða sin (con þýðir með en sin þýðir án, s.s chile með kjöti eða chile án kjöts sem er líka gott, hafa þá bara góðar baunir.

sýrður

Sýrður með zesti

  • Sýrður rjómi
  • Nokkrar sneiðar af niðursoðnum jalapeno
  • Svartar ólífur, sneiddar
  • Lime, safi og rifinn börkur
  • Salt

Setjið nokkrar msk af sýrðum rjóma í skál.  Bætið við fínt söxuðum jalapeno sneiðum, ólífum, salti
lime safa og rífið með fínu rifjárni börk af lime og blandið við.

Leggið spínat blöð ofan á tortilla kökuna, setjið skeið af chile con carne og ofan á það skeið af sýrða rjómanum.  Skreytið með graslauk.