Skemmtileg aðferð við að bera fram spaghetti og pulsur, mjög einfalt og fljótlegt

by soffiagudrun

Þessi aðferð brýtur aðeins upp á hversdagsleikann þegar spaghetti er á boðstólnum.

Ég er viss um að krakkarnir hefðu gaman að þessu.  Þetta er heimilislega útgáfan en það mætti færa þessa hugmynd í sparilegri búning með góðri pulsu og bera fram sem forrétt. Mun þreyfa mig áfram í þeim efnum síðar.

pulsu spagettí

Spaghetti með pulsu og tómatsósu

  • Spaghetti
  • Pulsur
  • Tómatsósa

Skerið pulsurnar í 4 jafna parta (skerið frá endana).

pulsu spagettí

Stingið ósoðnu spagettí í pulsurnar, 4-5 spaghetti í hverja pulsu.  Sjóðið þar til spaghettíið er soðið.  Berið fram með tómatsósu eða góðri spaghettisósu.

Holla útgáfan gæti verið heilhveiti spaghetti og fitulitlar kjúklingapulsur.

spagettí

spagettí