Sliders – hamborgarar fyrir fólk með valkvíða og heimagerð hamborgarabrauð

by soffiagudrun

Ég elska hamborgara og stundum langar mig í hamborgara með sinnepi og gúrkum og á sömu stundu borgara með guacamole eða bbq með chilpote mæjónesi.

Í gær var svoleiðis dagur þannig að ég bjó til sliders, litla hamborgara.  Ég bjó til hamborgabrauðið sjálf.  Með lítilli fyrirhöfn var ég komin með 16 lítil hamborgarabrauð sem smökkuðust mjög vel, en sama deig væri líka hægt að nota í pulsubrauð.

Hver hamborgari er um 40 grömm. Ég gerði grunnhakk og tók svo til hliðar part af því og bætti við það indverskum kryddum og bar þann borgara fram með “hamborgara-raitu”

Nokkra penslaði ég með bbq sósu og nokkrir voru þurrkryddaðir.

hamborgarabrauð

hamborgarabrauð

Hamborgarabrauð

  • 1 1/4 bolli mjólk
  • 6 msk Palmin
  • 3 bollar hveiti
  • 1/4 bolli sykur
  • 2 1/4 tsk þurrger
  • 1 msk salt

1 bolli = 2,4 dl

Hitið mjólkina, bætið Palmin út í svo það bráðnar.

Skellið öllu í hrærivél með krókinn á. Hrærið þar til deigið er farið að verða mjúkt og klísturslaus.  Um það bil 4 mínútur á meðalhraða.

Látið hefast undir rökum klút í klst.  Mótið 16 bollur úr deiginu, raðið á bökunarplötu og leyfið hefast aftur undir rökum klút í ca hálftíma.  Bakið í um 20 – 30 mín við 200 °c.

Ég penslaði sum brauðin í lokin með eggjahvítu og stráði sesam fræjum yfir  10 mín áður en ég tók þau út.

Nautahakk

  • Krydd eftir smekk

Mótið litla hamborgara og steikið.

Ég notaði shalottlauk, chilpotle krydd, salt, pipar, hvítlauk, byggflögur og egg.

hamborgari

Svo gerði ég bbq sósu í potti: Smjör, hvítlaukur, shalottlauk, púðursykur, tómatsósa, tómatar í dós, ananassafi, chilpotle krydd, salt og pipar, rauðvín og chilpotle pipar í adobo sósu.

hamborgari

Hamborgararaitan var ab mjólk, rauðlaukur, tómatar, paprika og agúrka, allt smátt skorið og blandað við ab mjólkina, kryddað með tikka masala kryddi og hvítlauk.

hamborgari

Svo gerði ég chilpotle sósu, skar hálfan chilpotle og hrærði við sýrðan rjóma.  Ef þið eruð erlendis þá mæli ég með að þið kíkjið eftir dós af chilpotle í adobo sósu, frábærlega gott!

Advertisements