Tataki nautalundir

by soffiagudrun

Tataki er japönsk matreiðsla. Kjöti eða fisk er lokað á þurri pönnu, örsnöggt og svo skellt í ísvatn til að stöðva eldunarferlið. Því næst er því pakkað í álpappír og skellt inn í ísskáp þar til þess er neytt. Einnig má setja það í frysti.

Svo er það skorið í þunnar sneiðar og borið fram með t.d ponzu sósu.

Ef þið viljið ná mjög þunnum sneiðum þá er sniðugt að frysta það, það auðveldar skurðinn. Þetta var réttur tvö í matar og vín boðinu, sem ég fjallaði um í síðustu færslu.

Ég ákvað að nýta mér eldunaraðferð Tataki, og bar kjötið svo fram með hvítlaukssósu.

Ég hef verið að leita að litlum diskum til að bera fram smárétti sem þennan.  Í Ikea fann ég svo diska sem koma vel út, en þá fann ég í kertastjakadeildinni. Þetta eru diskar undir kerti sem sagt.

nauta tataki

Nauta Tataki með rótsterkri hvítlaukssósu

  • Nautalund (ca 50 g á mann sem forréttur)
  • Salt
  • Pipar

Hitið þurra viðloðunarfría pönnu. Saltið og piprið kjötið  Lokið nautinu á öllum hliðum með því að steikja það í 10 – 20 sekúntur á hverri hlið. Skellið því svo í skál í hálfa mínútu sem hefur verið fyllt með ísköldu vatni og kannski nokkrum klökum.  Þerrið kjötið og setjið í álpappír.  Það mætti salta og pipra kjötið aftur á þessu stigi ef þið viljið áður en þið pakkið því inn í álpappír.  Geymið í kæli eða frysti í nokkra klukkutíma, eða lengur.

Ég setti kjötið í ísskáp í sólarhring. Meirara hefði nautið ekki getað orðið.

Hvítlaukssósa

  • 3-4 msk sýrður rjómi
  • Nokkur rif af hvítlauk (magnið fer eftir styrkleika hvítlauksins og smekk)
  • Salt
  • Pipar

Pressið hvítlaukinn, ég mæli með að nota vel af hvítlauk, þannig að það sé kraftur í henni.  Ekki vera hrædd við að prófa að hafa hana vel sterka.

Ég pipraði extra yfir lundina áður en ég bar hana fram.

vín

Með þessu bar ég fram  Peter Lehmann of the Barossa, Shiraz, Ástralía 2008 og Cono sur, Pinot Noir, Chile 2009.  Shirazinn var mjög góður með kjötinu, Pinot noir var meira söturvín en samt alveg ágætt engu að síður, fer eflaust betur með léttari mat, t.d túnfisk.