Tortillur gerðar úr maís úr dós

by soffiagudrun

Það var lítið talað við matarborðið í kvöld. En mikið stunið. Ég gerði tortillakökur sem voru svo góðar að ég át yfir mig.

Einfaldar voru þær.

maís tortillas

Maís tortillas

  • Ein lítil dós af Ora maísbaunum
  • Hveiti
  • Volgt vatn
  • 1 tsk salt
  • Olía til steikingar

Byrjið á að mauka maís og salt í matvinnsluvél með ca 1/2 dl af hveiti, setjið í skál og bætið við 1 dl vatni og því næst svolítið meira hveiti þar til þið eruð komin með deig ekki ósvipað pizzadeigi.

Ég er ekki með nákvæmt mál á vatninu og hveitinu, ég setti bara sittlítið af hvoru þar til deigið var farið að líta út eins og pizzadeig

Hnoðið, takið klípu á við golfbolta, hnoðið í kúlu og fletjið út. Steikið á vel heitri viðloðunarfrírri pönnu í slatta af olíu á hvorri hlið.
Ég á svokallaða tortilla pressu en það er líka hægt að fletja kúkuna út með því að þrýsta á hana með diski eða fati sem er með sléttann botn, nú eða bara með kökukefli.  Gott er að hafa t.d frystipoka sitthvortu megin við kökuna þegar hún er flött út svo hún festist ekki við diskinn eða keflið.

Ég hafði mína ekki mjög þunnar, ca 2-3 mm.

tortilla