Beyglur

by soffiagudrun

Pizzadeig er svoldið eins og ostur, það má eld´aða, bak´aða, grill´aða, steikj´aða og sjóð´aða. Og svo hef ég rekist á fólk sem er sólgið í það hrátt.

– Það er upplagt að baka það, það fer ekki milli mála.

– Það er mjög gott að grilla það.

– Bestu pítubrauðin eru gerð úr pizzadeigi og elduð á heitri, þurri pönnu.

–  Steikt pizzadeig, sem hefur verið flatt út eins og tortilla má nýta á ýmsan hátt eða búa til kodda með fyllingu og djúpsteikja.

– Soðið pizzadeig, ójá. Fyrst mótar maður deigið eins og kleinuhring, svo sýður maður það í 1-2 mín. Því næst bakar maður það í ofni. Þá fær maður fyrirtaks beyglur.

beygla

Beyglur

  • 2 tsk þurrger
  • 2 tsk sykur
  • 1 1/4 bolli volgt vatn
  • 500 g hveiti (ca 3 1/2 bolli)
  • 2 tsk salt
  • Fræ eftir smekk, t.d sesame fræ og þriggja korna blanda
  • 1 eggjahvíta

1. Látið gerið freyða með 1/4 bolla volgu vatni og sykrinum. Bætið svo rest af volgu vatni út í, saltinu og hveitinu. Notið eins mikið hveiti og þið þurfið til að fá gott pizzadeig. Hnoðið extra vel.

2. Leyfið deiginu að hefast í klst.

3. Skiptið því í 8 jafna parta. Mótið litla bolta og gerið gat í miðjuna með fingrinum, svo þetta líti út eins og beygla.

4. Látið hefast undir rökum klút í korter.

5. Sjóðið vatn. Setjið beyglurnar í vatnið, nokkrar í einu, eins og komast fyrir í pottinum. Sjóðið í um eina mín á hvorri hlið.

beygla

6. Setjið soðnu beyglurnar á bökunarplötu, penslið með eggjahvítu og stráið yfir þær fræjum ef þið viljið. Ég mæli með þriggja korna blöndu og/eða sesamfræjum.

7. Bakið í ofni í u.þ.b korter á 220°c.

Advertisements